Hæ. Við erum Norda.
Þinn félagi í hugbúnaðarþróun
Norda er leiðandi hugbúnaðar- og vefstofa sem er tilbúin að taka stökkið með þér svo að þú náir að blómstra í hinum stafræna heimi. Leyfðu okkur að sjá um það sem við erum virkilega góð í, þannig að þú getir einbeitt þér að þínu.
Leysum þetta saman.
Ekki láta vefmálin flækjast fyrir þér.
Hjá Norda starfar lausnamiðað einvalalið hönnuða, forritara og sérfræðinga sem er boðið og búið að fylgja þér út fyrir endimörk alnetsins. Við elskum að sökkva okkur í margvíslegar, flóknar og skemmtilegar áskoranir, komast að kjarna málsins og skila þér árangri. Við leysum þetta saman – allt frá hugmynd í fullbúna hugbúnaðarlausn.
Norda er eitt þeirra teyma sem Stafrænt Ísland hefur leitað mikið til á sinni vegferð og treyst fyrir nokkrum af stærstu verkefnum undanfarinna ára. Tilfinningin er að við getum treyst Norda fyrir hverju því verkefni sem við leggjum fyrir þau.
Vésteinn Viðarsson - vörustjóri
Vésteinn Viðarsson
vörustjóri
Verkefnin okkar eru fjölbreytt og, þó við segjum sjálf, framúrskarandi. Hér er brot af því besta.
Verkefnin okkar eru fjölbreytt og, þó við segjum sjálf, framúrskarandi. Hér er brot af því besta.
Með Grunni höfum við einfaldað uppsetningu þjónustugátta svo um munar og spörum þannig fyrirtækjum þann kostnað og tíma sem almennt fylgir því að sérsmíða slíka lausn frá grunni.
Með Grunni höfum við einfaldað uppsetningu þjónustugátta svo um munar og spörum þannig fyrirtækjum þann kostnað og tíma sem almennt fylgir því að sérsmíða slíka lausn frá grunni.
Hugbúnaðarþróun
Hönnun
Mínar síður
Þjónustugátt
Lausn
Framtíðarsýn Ísland.is er að einstaklingar geti nálgast alla opinbera þjónustu, rafrænt, á einum stað. Þar geta þeir leyst úr öllum málum er viðkemur sveitarfélögum og stofnunum, hvar og hvenær sem er.
Framtíðarsýn Ísland.is er að einstaklingar geti nálgast alla opinbera þjónustu, rafrænt, á einum stað. Þar geta þeir leyst úr öllum málum er viðkemur sveitarfélögum og stofnunum, hvar og hvenær sem er.
Ráðgjöf
Hönnun
Forritun
UX












